
Amanda hefur 7 ára reynslu af þjálfun og hefur þjálfað yfir 5.000 tíma í persónun. Hvort sem þú ert að leita að því að styrkjast, bæta úthald að lækka fituprósentuna þá veit hún hvað þarf til að ná árangri. Hún hefur lokið einkaþjálfaranámi hjá NASM, þjálfararéttindum hjá IRONMAN og fyrsta stigi sem þríþrautarþjálfari hjá ITU (International Triathlon Union). Hún hefur alltaf verið í keppnisíþróttum og keppir í dag í þríþraut. Hún byrjaði að keppa á elite stigi árið 2018 í Ólympískum vegalengdum og mun snúa sér alfarið að IRONMAN vegalengdum árið 2019.
Amanda is an amazing trainer. She is motivating and pushes me to the next level. I have
been trying to run a half marathon for the past few years, but kept getting injured. She put me on a plan
that’s not only feasible, but also varied and fun. She listens to me and takes my past injuries into account
and tailors the plan to suit my needs. And strength training… they’re hard but seriously, I have biceps now.
Like what? Me! Biceps! She’s the best!
-Diahann Atacho
Ég er ótrúlega ánægð með fjarþjálfunina hjá Amöndu. Æfingarnar eru mjög krefjandi og ég er sífellt að fara út fyrir þægindarrammann minn sem er einmitt það sem ég þurfti. Appið sem hún notar er líka frábært og hún er dugleg að senda manni og athuga hvernig gengur. Ég mæli hiklaust með henni!
-Sara Petra
Ég var hjá Amöndu í 8 mánuði, hún er frábær einkaþjálfari og ég styrktist rosalega á
þessum tíma, ég lærði að gera allskonar æfingar – bæði í tækjasal og með því að nota eigin þyngd – og fékk
ýmiskonar ráð varðandi líkamsrækt og mataræði. Mæli með henni fyrir alla sem vilja hress uppá líkama og sál!
-Snjólaug Lúðvíksdóttir
Það sem sker Amöndu frá öðrum einkaþjálfurum, er hvað Amanda hlustar vel eftir þörfum viðskiptavina sinna. Hún er lagin við að setja saman prógramm sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Hún kann að hlusta og útskýrir mjög vel hvernig á að bera sig að við æfingarnar. Takk fyrir mig.
-Yerzhana Akhmetzhanova
Þú færð sérsniðið æfingaplan byggt á þínum markmiðum og hvort þú vilt æfa heima eða í æfingastöð. Æfingaplanið kemur á appi sem er fáanlegt fyrir iPhone og Android.
Fjarþjálfun | Á mán pr. einstakling |
---|---|
Einstaklingsprógram með matarplani og aðgang að appinu | 15.000 kr. |
Einstaklingsprógram með matarplani og aðgang að appinu í þrjá mánuði | 12.000 kr. |
Hópprógram fyrir 2-5 með matarplani og aðgang að appinu | 12.000 kr. |
Hópfjarþjálfun | Á mán pr. einstakling |
---|---|
Tilvalið fyrir stóran hóp sem hefur sama markmið, t.d WOW Cyclothon | |
6 – 9 saman í mánuð | 10.000 kr. |
10 + saman í mánuð | 9.000 kr. |
Hægt er að greiða með Netgíró, millifærslu eða kreditkorti
Fyrsta skrefið er að skrá sig, ég sendi þér síðan spurningalista í tölvupósti sem þú svarar eftir bestu getu.
Það hjálpar mér að búa til plan fyrir þín markmið sem hentar þinni getu.